Garðabær lætur ekki teyma sig út í neitt

„Ég er sammála þeim sjónvarmiðum, svo að það sé skýrt, að við þurfum að fara varlega í þessu verkefni. Það kann að vera að sú vinna sem er í gangi núna leiði það af sér að við þurfum að horfa á það með öðrum hætti en við erum að gera akkúrat. Það liggur alveg penslað niður hvaða framkvæmdir þetta eru og svo hefur kostnaðarmatið breyst og það er að valda okkur vandræðum. Það er alveg ljóst að fólkið þarf að borga fyrir þetta,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ en hann er gestur viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna.

Hann segir verkefnið þó mjög þarft.

Mikilvægar stofnvegaframkvæmdir

„Það blasir við að við í Garðabæ erum að verja inni í þessu verkefni mjög mikilvægar stofnvegaframkvæmdir. Þær hafa líka vaxið að umfangi, bæði verðbætt og svo er flækjustigið í þessum framkvæmdum meira en sérfræðingarnir lögðu upp á sínum tíma. En síðan er það það, og ég er sammála því sjónarmiði, þó við verðum að passa okkur í útfærslunni að það er álit flestra sérfæðinga að það sé vonlaust fyrir okkur að hugsa bara um einkabíl sem úrlausnina. Og þá ætla ég ekki að setja mig við hlið aðila sem eru hrifnari að almenningssamgöngum og strætó en ég sjálfur. En ég er bara að benda á að við þurfum af sanngirni að segja að það mun ekki nægja, og það verður óheyrilega dýrt ef við ætlum bara að fara þá leið að fjölga akreinum og byggja dýr mannvirki bara fyrir bílinn. Ég held að það sé mikilvægt að halda þessu til skila.“

Ríkið ber ábyrgð á stofnvegum

Hann segir auk þess að standa þurfi vörð um að ríkisvaldið standi straum af stofnvegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er líka alveg ljóst að við í sveitarfélögunum verjum það vígi að stofnvegaframkvæmdir sem hafa verið alltof fáar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi, þær eru verkefni ríkisins. við erum að einhverju leyti að verjast því að það þyki ekki endilega sjálfsagt hjá öllum í pólitíkinni.“

Viðtalið við Almar má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK