Rjúfa 100 þúsund gesta múrinn

Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Lava Show.
Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Lava Show. Arnþór Birkisson

Það stefnir í að ferðaþjónustufyrirtækið Lava Show rjúfi 100 þúsund gesta múrinn fyrir áramót, en um nýliðna helgi var liðið eitt ár frá því að fyrirtækið hóf sýningar í Reykjavík. „Árið hefur gengið vel og það hefur verið mikil stígandi í komu gesta,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, annar stofnandi og eigandi Lava Show.

Hún og eiginmaður hennar, Júlíus Ingi Jónsson, hófu sýningar í Vík í Mýrdal í byrjun september 2018. Frá því að sýningin var opnuð í Reykjavík hefur gestafjöldinn nú rúmlega þrefaldast á milli ára. Í dag starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu.

Ragnhildur segir að síðastliðinn október hafi verið stærsti mánuður fyrirtækisins í tekjum talið.

„Aðsóknin hefur verið framar vonum. Við opnuðum síðan gestastofu á efri hæð sýningarinnar í sumar sem hefur fengið góðar móttökur. Það eru til að mynda fyrirtækjahópar og aðrir gestir sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur.

Fengu hugmyndina árið 2010

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá felst sýning Lava Show í stuttu máli í því að rauðglóandi hraun er látið renna fyrir framan sýningargesti ásamt því sem þeir eru fræddir um eldfjöll og virkni þeirra hér á landi. Um er að ræða alvöru hraun sem er brætt í sérstökum bræðsluofni og látið renna á ný.

Þó svo að gestafjöldi sýningarinnar sé nú að þrefaldast á milli ára hefur uppbygging félagsins ekki gengið snurðulaust fyrir sig.

„Í kjölfar gossins á Fimmvörðuhálsi vorið 2010 fengum við þá hugmynd að það væri gaman að gera öllum kleift að upplifa rauðglóandi hraun með beinum hætti, án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð upp á fjöll eða í mismunandi aðstæður,“ segir Ragnhildur, spurð um upphafið.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, rekstur fyrirtækisins í gegnum heimsfaraldur, hvernig það gekk að fá fjárfesta að borðinu í upphafi og fleira. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK