Minnkar við sig í Regin

Gengi bréfa í Regin hefur lækkað um 17,5% á þessu …
Gengi bréfa í Regin hefur lækkað um 17,5% á þessu ári. Eggert Jóhannesson

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins, hefur minnkað hlut sinn verulega í félaginu.

Tilkynnt var í byrjun apríl að Halldór Benjamín, sem þá var nýlega tekinn við forstjórastól, hefði keypt um átta milljón hluti í félaginu fyrir rúmar 200 milljónir króna, í gegnum framvirka samninga. Hlutirnir voru þá keyptir á genginu 25,4 kr. á hlut.

Síðan þá hefur gengi félagsins lækkað um 13%. Í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag kemur fram að Halldór Benjamín hafi selt um fimm milljón hluti í félaginu á genginu 22,2, sem er lítillega undir markaðsgengi. Heildarverð þeirra viðskipta er um 111 milljónir króna. Samhliða því leysir Halldór Benjamín til sín þrjá milljón hluti á sama gengi, að verðmæti tæplega 67 milljónir króna.

Áætla má að tap Halldór Benjamíns á viðskiptunum sé rúmar 20 milljónir króna, auk vaxtakostnaðar.

„Það hafa orðið verulegar breytingar á markaði og þá helst að vextir eru íþyngjandi. Tryggingaþörf er líkleg til að aukast samhliða vaxandi óvissu,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Morgunblaðið spurður um söluna á hlut sínum nú.

„Það gerir það að verkum að ég ákvað að minnka hlutafjáreign mína í Regin og greiða niður skuldir vegna eigin fjárfestinga. Ég held áfram á fjölda hluta í félaginu enda staða Regins sterk líkt og kom fram í uppgjöri þess nú fyrir helgi.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK