Kæru Hreyfils gegn SKE vísað frá

Þeir sem eru með starfsleyfi hjá Hreyfli mega nú starfa …
Þeir sem eru með starfsleyfi hjá Hreyfli mega nú starfa fyrir aðrar leigubifreiðarstöðvar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísaði frá kæru sem leigubifreiðarstöðin Hreyfill höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu(SKE), vegna bráðabirgðarákvörðunnar SKE um að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum innan Hreyfils til að nýta sér þjónustu annarra leigubílastöðva.

Hopp kemur á leigubifreiðamarkaðinn

Ágreiningurinn er til komin þegar Hopp hóf leigubílastarfsemi á síðasta ári. Fljótlega útlokaði Hreyfill félagsmönnum sínum að nýta sér þjónustu annarra fyrirtækja á leigubílamarkaði. Í kjölfarið sendi Hopp kvörtun til SKE og krafðist þess að eftirlitið beitti sér í gegn Hreyfli með bráðabirgðarákvörðun. SKE taldi Hreyfil hafa brotið samkeppnislög með því útiloka félagsmenn að starfa fyrir aðra samkeppnisaðila.

Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu SKE er vísað til úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar, en þar kemur fram að bráðabirgðarákvörðunin hafi þau réttaráhrif „að leigubifreiðarstjórum sem starfa í þjónustu Hreyfils, er í sjálfvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi með ákvörðunin varir“

Hreyfill þarf ekki að breyta reglum né samþykktum eins og sakir standa

Áfrýjunarnefndin feldi hins vegar út gildi fyrirmæli SKE þess efnis að Hreyfli ber að gera nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum, sem mæla fyrir banni við því að leigubifreiðarstjórar sem starfa innan vébanda Hreyfils nýti sér jafnframt þjónustu annarra aðila á leigubifreiðamarkaði.

Enn fremur segir í forsendum úrskurðarins að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í bráðabirgðarákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunnar í skilningi stjórnsýslulaga. Áfrýjunarnefndin byggði á því að breytingar á samþykktum og reglum verði ekki komið við nema með atbeini allra félagsmanna. Af því leiðir geta bráðabirgðarákvarðanir ekki falið slíkt í sér, þar sem gæta verður allra málsmeðferðareglna stjórnsýslulaga, enda getur lagastoð bráðabrigðarákvörðunar ekki falið í sér að gætt sé að öllum málsmeðferðarreglum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK