Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur ákveðið að selja hlut sinn í stofunni og óskað eftir því að láta af störfum. Ragnar starfaði lengst af sem framkvæmdastjóri stofunnar en hefur undanfarið sinnt viðskiptaþróun og uppbyggingu tengdra félaga.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brandenburg.
„Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningunni.