Bílaleigurnar taka úr sambandi

AFP

Íslenskar bílaleigur hafa aðeins keypt um 80 rafmagnsbíla það sem af er ári, eftir að hafa keypt að meðaltali um 760 rafmagnsbíla á ári síðustu þrjú ár. Á árunum 2021-2023 keyptu bílaleigurnar tæplega 2.300 rafmagnsbíla.

Þetta er í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað frá áramótum, þar sem sala á rafmagnsbílum hefur dregist verulega saman í samanburði við árin þar á undan. Eins og Morgunblaðið greindi frá sl. laugardag er það mat þeirra sérfræðinga á bílamarkaði sem blaðið hefur rætt við að markaðurinn fyrir rafmagnsbíla hafi verið orðinn vel mettur undir lok síðasta árs.

Skýrist af ívilnunum

Það skýrist að miklu leyti af þeim ívilnunum sem ríkið bauð upp á fyrir kaup á rafmagnsbílum, sem þó eru nú taldar hafa skekkt almenna þróun á bílamarkaði.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK