Jerome Powell slær á vonir um vaxtalækkanir

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AFP

Tilkynnt verður um nýja stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar bandaríska seðlabankans í dag, en búist er við að stýrivextir muni haldast óbreyttir í 5,50%.

Peningastefnunefnd bankans gerði í upphafi árs ráð fyrir þremur stýrivaxtalækkunum einhvern tímann á árinu en þau áform hafa enn ekki ræst.

Jerome Powell seðlabankastjóri hefur jafnframt ítrekað það, að óljós áform um vaxtalækkanir séu ekki meitluð í stein og að hann sé reiðubúinn til þess að halda vöxtum háum, eins lengi og þörf krefur.

Jákvæð teikn á lofti

Brösuglega hefur gengið að eiga við verðbólguna, en Powell lýsti vonbrigðum sínum yfir því hve hægt það hefði gengið á fyrsta ársfjórðungi.

Þrátt fyrir hægan bata eru þó líka jákvæð teikn á lofti, en vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkaði um 3,4% í apríl, og nýjum störfum fjölgaði um 272.000, en atvinnuleysi mælist nú um 4,0% í Bandaríkjunum.

Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í síðustu viku en margir öldungadeildarþingmenn demókrata, á borð við Elizabeth Warren, hafa skorað á Powell að gera slíkt hið sama og lækka vextina tímabundið.

Joseph Briggs, hagfræðingur hjá Goldman Sachs, benti þó á í samtali við Buisness Insider að þrátt fyrir að einhverjar seinkanir hefðu orðið á stýrivaxtalækkunum ætti hann von á því að vaxtalækkanirnar myndu skila sér fyrir lok árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK