Icewear mætir í dalinn

Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar í ár og næsta …
Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar í ár og næsta ár. Ljósmynd/Aðsend

Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í ár og næsta ár. Fyrirtækið mun framleiða fatnað og annan varning sérmerktan hátíðinni og verður hann til sölu í Dalnum. Vörurnar verða kynntar á næstu vikum í vefverslunum Icewear.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá ÍBV.

Mikilvæg fjáröflun

Í tilkynningunni segist Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, vera spenntur fyrir samstarfinu og jafnframt þakklátur fyrir stuðninginn. Þjóðhátíð í Eyjum sé mikilvæg fjáröflun fyrir allt íþróttastarf í Vestmannaeyjum.

Heiðar Þór Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Icewear, segist stoltur af samstarfinu og hlakkar mjög til að sýna gestum Dalsins hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða.

„Við hjá Icewear ætlum að gera þetta vel og sjáum fram á spennandi samstarf. Þarna koma saman tvö sterk og rótgróin vörumerki þar sem Þjóðhátíð og Icewear eru og við erum alveg sannfærð um að út úr því komi eitthvað mjög skemmtilegt,“ er haft eftir Heiðari í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK