Brandenburg hlaut brons ljónið á Cannes

Brandenburg hlaut brons verðlaun á verðlaunahátíð í Cannes.
Brandenburg hlaut brons verðlaun á verðlaunahátíð í Cannes. Ljósmynd/Aðsend

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut brons verðlaun á Cannes Lions verðlaunahátíðinni í kvöld fyrir endurmörkunarvinnu á orkudrykknum Egils orku.

Brandenburg er fyrsta íslenska auglýsingastofan til þess að vinna þessi verðlaun án þess að hafa verið í samstarfi við erlendar stofur. Það er því einungis íslensk hönnun og hugvit sem stendur á baki verkefninu, er segir í tilkynningu frá Brandenburg. 

Endurmörkunin var leidd af Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra Brandenburg, og miðaði að því að sýna verk eftir listamenn og skapa vettvang fyrir listtjáningu í takt við vörumerkið sem hreyfðist á hraða menningar, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

Stórtíðindi fyrir auglýsingaiðnaðinn á Íslandi

Haft er eftir Braga Valdimar Skúlasyni, framkvæmdastjóra Brandenburg, í tilkynningunni að um sé að ræða stórtíðindi og gríðarlega viðurkenningu. Ekki einungis fyrir fyrirtækið sjálft heldur allan auglýsingaiðnaðinn á Íslandi. 

„Á Íslandi blómstrar skapandi hugsun og það eru mikil tækifæri fólgin í að beisla þennan mikla sköpunarkraft og koma honum á framfæri á stóra sviðinu,“ er haft eftir Arnari Halldórssyni í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK