Heildartjón Kringlunnar ómetið

Kringlan er sem kunnugt er í eigu Reita fasteignafélags. Í …
Kringlan er sem kunnugt er í eigu Reita fasteignafélags. Í kauphallartilkynningu frá Reitum í gær kom fram að bruninn hefði ekki áhrif á afkomuhorfur Reita vegna ársins 2024. Eggert Jóhannesson

Óvíst er hvenær heildartjón vegna brunans í Kringlunni liggur fyrir að sögn framkvæmdastjóra og stjórnarformanns Kringlunnar. Flestir fyrirtækjaeigendur sem sluppu við brunann en verða að hafa lokað fram á fimmtudag séu með rekstrarstöðvunartryggingu sem mögulega er hægt að grípa til.

„Ég get ekki staðfest neina tölu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, í samtali við ViðskiptaMoggann spurð hvort heildartjón liggi fyrir vegna brunans í Kringlunni.

Á fjórða tímanum á laugardag braust út eldur á þaki Kringlunnar og hefur verslunarmiðstöðin verið lokuð síðan. Búist er við að hún verði opnuð á fimmtudag.

150 einingar

„Hér eru 150 einingar og það eru um tíu einingar sem urðu fyrir verulegu tjóni,“ segir Inga. Rekstrarfélag Kringlunnar er með ábyrgð á ytra byrði og sameign, eigendur á sínum séreignum og rekstraraðilar á innréttingum, fatnaði og rekstrarstöðvun.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK