Hagnaður Rapyd dregst örlítið saman

Höfuðstöðvar Rapyd á Íslandi.
Höfuðstöðvar Rapyd á Íslandi.

Hagnaður fjártæknifyrirtækisins Rapyd Europe hf. nam 829,5 milljónum krónum á síðasta ári, en hann dróst því saman tæp 38% samanborið við árið þar á undan.

Rekstrartekjur á árinu voru 25,6 milljarðar króna, en EBITDA var 1,9 milljarðar og lækkaði um 255 milljónir króna á milli ára. Eigið fé samstæðunnar í árslok nam 9,9 milljörðum króna.

Í áritun stjórnar og forstjóra segir að bættur rekstrarhorfur séu ánægjuefni. Árið 2023 hafi því verið farsælt þar sem rekstrarhagnaður hafi verið umfram væntingar. Í árituninni kemur þó einnig fram að árið hafi verið krefjandi, en fyrirtækið geri ráð fyrir því að hagsveiflur muni halda áfram að hafa áhrif á fjárhagslega afkomu.

Þar að auki hafi atburðir á borð við átök í Ísrael, eldgos á Íslandi, háir vextir, verðbólga, truflanir á birgðakeðjunni og innrás Rússa í Úkraínu haft áhrif á reksturinn á árinu.

Átök fyrir botni Miðjarðarhafs hafa áhrif

Mjög hefur gustað um fyrirtækið á undanförnum mánuðum, sérstaklega í tengslum við átök Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas, en aðgerðasinnar og stuðningsmenn Palestínu  og Hamas hafa stundað umfangsmikla sniðgönguherferð vegna tengsla fyrirtækisins við Ísrael. 

Fyrirtæki á borð við Haga, Festi og mörg fleiri hafa látið undan þrýstingi og fært viðskipti sín annað auk þess sem Rauði krossinn færði viðskipti sín annað. Því er viðbúið að einhver samdráttur verði í rekstri félagsins í ár, þó að umfang samdráttarins komi ekki ljós fyrr en að ári liðnu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK