Hlutabréfamarkaðir hrapa í Evrópu og Asíu

Frá Tókýó.
Frá Tókýó. AFP/ Richard A. Brooks

Áhyggjur af yfirvofandi kreppu í Bandaríkjum eru taldar hafa orðið til þess að hlutabréfaverð í Asíu og Evrópu lækkaði í umtalsvert á mörkuðum í dag.

Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.

Nýjar tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum birtust á föstudag en hlutfall atvinnulausra hækkaði þar úr 4,1% í 4,3%.

Þessi aukning hefur valdið áhyggjum meðal fjárfesta austanhafs og í dag varð hrun á hlutabréfamörkuðum í Japan, Taívan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghaí.

Mesta vísitölulækkun sem orðið hefur á Nikkei-vísitölunni í Japan varð þá meðal annars í dag, en hún féll um 12,4%.

Hlutabréf í Tókýó eru í þokkabót orðin dýrari fyrir erlenda fjárfesta í kjölfar vaxtahækkana sem urðu í landinu í síðustu viku.

Í Evrópu lækkaði hlutabréfaverð einnig í morgun, en í Frankfurt féll vísitalan um 2,4%, í París féll CAC-vísitalan um 2,2% og í London féll FTSE-vísitalan um 2,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK