Áætlaður kostnaður við uppbyggingu innviða í Dysnesi við Eyjafjörð, þar á meðal allt að 700 metra langa bryggju, verður um 10 milljarðar króna, að sögn Péturs Ólafssonar, hafnarstjóra Hafnarsamlags Norðurlands. Þar af mun höfnin kosta 4-6 milljarða.
Dysnes er í um 3,5 km fjarlægð frá Hjalteyri og 15 km norður af Akureyri.
Í samtali við ViðskiptaMoggann í dag segir Pétur að kostnaðurinn muni dreifast á næstu 20-30 ár og að svæðið verði byggt upp í áföngum.
Fyrsta fyrirtækið til að koma sér fyrir í Dysnesi, og marka þannig upphaf verkefnisins, er líforkuver sem snýr að eyðingu dýraleifa. Líforkuverið er að stórum hluta á vegum ríkisins og kostnaður við fyrri áfanga þess er áætlaður 2,9 milljarðar sem falla að miklu leyti á ríkið.
Ítarlegri umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.