Kjúklingabringurnar yrðu 43% ódýrari

Kjúklingurinn er ekki það eina sem myndi lækka töluvert í …
Kjúklingurinn er ekki það eina sem myndi lækka töluvert í verði. mbl.is/Árni Sæberg

Afnám tolla á innflutt matvæli myndi hafa allt að 43% lækkun matvöruverðs í för með sér, að því er fram kemur í úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. Hvetur ráðið stjórnvöld til þess að afnema tolla á innflutt matvæli, enda sýni reynslan að slík aðgerð væri mikil kjarabót fyrir íslensk heimili.

Í fréttatilkynningu frá Viðskiptaráði eru tekin nokkur dæmi um þá lækkun sem yrði á einstaka vörutegundum, yrðu tollar aflagðir. Segir þar að verð danskra kjúklingabringa myndi lækka um 43%, Philadelphia rjómostur og mozzarella ostur um 38%, írskar nautalundir um 37%, Maarud Potetgull snakk um 32% og Häagen-Dazs rjómaís um 19%.

Þá er bent á að þegar rýnt sé í skatta af áðurnefndum vörutegundum, þ.e. virðisaukaskatt sem leggst ofan á bæði verðtoll og magntoll, sé verð kjúklingabringa 105% hærra en innkaupsverðið, verð áðurnefndra osta 90% hærra, nautalunda 83% hærra, kartöflusnakks 62% hærra og rjómaíss 38% hærra.

Ofurskattar vandamálið

Tolla segir Viðskiptaráð vera ofurskatta á mat og helstu orsök hás matvælaverðs hér á landi og vegi magntollur og verðtollur þar þyngst. Slíkir ofurskattar séu sérstaklega skaðlegir í samanburði við aðra skatta og valdi tapi allra vegna hærra vöruverðs, minni samkeppni og skertu aðgengi fólks að viðkomandi vörum.

„Með afnámi tolla væru ofurskattar á matvörur úr sögunni sem myndi lækka matvælaverð verulega og bæta þannig kjör íslenskra heimila,“ segir í tilkynningu ráðsins.

Viðskiptaráð segir að skaðsemi tolla birtist ekki aðeins í hærra vöruverði, þeir dragi einnig úr vöruúrvali og gæðum þar sem minna sé flutt inn af mat sem ber tolla. Því verði vöruúrval og gæði minni og valkostir neytenda færri.

Meira má lesa um málið í Morgunblaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK