Kynna nýja lánskjaravakt

Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri Aurbjargar.
Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri Aurbjargar.

Aurbjörg hefur þróað nýja vöru, lánskjaravakt, þar sem áskrifendur geta látið vakta húsnæðislánamarkaðinn fyrir sig með það að markmiði að geta endurfjármagnað húsnæðislán sín á betri kjörum.

Ásdís Arna Gottskálksdóttir framkvæmdastjóri Aurbjargar segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið vilji hjálpa fólki að finna tækifæri í fjármálum heimilisins.

„Við stefnum á að verða ómissandi hluti af fjármálum heimila. Fjármálaheilsa heimila er lýðheilsumál fyrir íslenskt samfélag. Aurbjörg er ekki að taka ákvarðanir fyrir fólk heldur auðvelda aðgengi að skýrum upplýsingum. Við sjáum fram á að festa okkur í sessi sem fjármálastjóri heimilanna,“ segir Ásdís spurð nánar um lausnina.

Aurbjörg var stofnuð árið 2017 og hefur byggt upp fjártæknilausn sem snýr að því að efla fjármálalæsi og einfalda fjármál einstaklinga og heimila.

Fyrirtækið býður upp á samanburðarsíður sem bera saman verð á ýmiss konar þjónustu eins og vöxtum húsnæðislána, sparnaðarreikningum, rafmagni, bifreiðaskoðun og fleiru.

Meiri þjónusta í áskrift

Í byrjun bauð Aurbjörg upp á endurgjaldslausan samanburð fyrir neytendur en fyrir einu og hálfu ári fór fyrirtækið að bjóða upp á meiri þjónustu í áskrift.

Ásdís nefnir í því sambandi að tveir styrkir frá Tækniþróunarsjóði hafi bæði verið lyftistöng fyrir Aurbjörgu og líka staðfesting á mikilvægi þjónustunnar.

„Við höfum bætt við okkur vörum og viðskiptavinum á þessu ári og vonumst til að margfalda áskrifendafjöldann á því næsta. Við finnum að við erum að bjóða upp á fjármálalausnir sem mörg heimili geta notið góðs af.“

Lesa má umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaði dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK