Hráolíubirgðir aukast eftir sjö vikna samdrátt

Hráolíubirgðir mælast um 5% undir fimm ára meðatali.
Hráolíubirgðir mælast um 5% undir fimm ára meðatali. Øyvind Hagen/StatoilHydro

Hráolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust nú í fyrsta skipti í um sjö vikur á sama tíma og birgðir á bensíni og öðru eldsneytis skruppu saman, samkvæmt upplýsingum sem bandaríska orkuupplýsingastofnunin birti nú í dag.

Magn bandarískra hráolíubirgða hefur því hækkað um 1,4 milljónir tunna í vikunni og nema birgðir því rúmelga 430 milljónum tunna, en það er um 5% undir fimm ára meðaltali að sögn stofnunarinnar. 

Sérfræðingar, sem bandaríska dagblaðið Wall Street Journal (WSJ) ræddi við, höfðu spáð því að hráolíubirgðir myndu dragast saman um 1,2 milljónir tunna. Hinsvegar minnkuðu bensínbirgðir um 2.9 milljónir tunna auk þess sem birgðir af örðum eldsneytistegundum drógust saman um 1,7 milljón tunna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK