Verðmæti norska eftirlaunasjóðsins, sem einnig er oft nefndur norski olíusjóðurinn, hafa á fyrri hluta þessa árs aukist um tæpa 1.475 milljarða norskra króna, en það samsvarar um 19 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins hefur verðmætavöxtur sjóðsins að mestu verið knúinn áfram af fjárfestingum í tæknihlutabréfum, en í heild hefur ávöxtun sjóðsins, það sem er af er ári numið um 8,6%.
Heildarverðmæti sjóðsins eru því nú um 17.745 milljarðar norskra króna, en það eru um það bil 229.386 milljarðar íslenskra króna.
Eignasafn sjóðsins er um 72% í hlutabréfum, en það hefur ávaxtað um 12,5%, á meðan fastafjáreign, sem er 26,1% af eignasafni, tapaði 0,6 prósentum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sjóðurinn er almennt talinn stærsti einstaki fjárfestir í heimi, en hann í samtals hlut í 9.000 fyrirtækjum.