Sjálfbærnidagur Landsbankans fer fram í Grósku í dag á milli klukkan 9 og 11.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, flytur erindi sem ber yfirskriftina Hringrás grænnar fjármögnunar.
Beint streymi frá fundinum:
Aðrir sem stíga í pontu eru:
Dr. Halldór Björnsson, formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar og fagstjóri á Veðurstofu Íslands, Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG Verk, og Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar
Fundarstjóri er Aðalheiður Snæbjarnardóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum.