„Viljum halda sama anda í versluninni“

Jóhann Ingi Jóhannsson og Elvar Þór Alfreðsson eru teknir við …
Jóhann Ingi Jóhannsson og Elvar Þór Alfreðsson eru teknir við versluninni. mbl.is/Árni Sæberg

„Það sem hefur komið mér einna helst á óvart er hversu marga trygga viðskiptavini verslunin á. Fólk sem kemur reglulega til okkar og er tilbúið að spjalla við starfsfólkið og fá ráðleggingar. Við kunnum ofsalega vel að meta það,“ segir Jóhann Ingi Jóhannsson, einn nýrra eigenda hinnar rótgrónu verslunar Kjöthallarinnar í Skipholti í Reykjavík.

Kjöthöllin er með elstu kjötvinnslufyrirtækjum landsins en fyrirtækið var stofnað í maí árið 1944. Bygging húsnæðisins í Skipholti 70 hófst árið 1964 og var verslunin opnuð þar árið 1966. Í nokkra áratugi var Kjöthöllin einnig með verslun á Háaleitisbraut en henni var lokað í fyrra.

Jóhann Ingi rekur nú Kjöthöllina ásamt eiginkonunni Sólveigu Láru Kjærnested og Elvari Þór Alfreðssyni en Jóhann er menntaður kjötiðnarmaður. Hann þekkir til fyrirtækisins og segist fyrst hafa unnið fyrir Kjöthöllina fyrir tveimur áratugum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK