Hlutur Kaupfélags Suðurnesja verði 27%

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa og Ásgeir Helgi Reykfjörð, forstjóri …
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa og Ásgeir Helgi Reykfjörð, forstjóri SKEL. Samsett mynd

Áreiðanleikakönnunar er lokið vegna fyrirhugaðs samruna Samkaupa við tiltekin félög í samstæðu SKEL fjárfestingaafélags. Viljayfirlýsing hafði áður verið undirrituð í maí á þessu ári.

Í tilkynningu SKEL til kauphallarinnar kemur fram að viljayfirlýsingin sé efnislega óbreytt að öðru leyti en að nú sé gert ráð fyrir því að skiptihlutföll í samrunanum verði þannig að hluthafar Samkaupa fái í sinn hlut 52,5% í hinu sameinaða félagi og hluthafar Heimkaupa 47,5%.

Kaupfélagið með 27% og SKEL með 47%

Að því gefnu að eignarhlutföll í Samkaupum séu óbreytt frá því sem fram kemur í ársreikningi Samkaupa vegna ársins 2023, má gera ráð fyrir að eignarhlutur Kaupfélags Suðurnesja í sameinuðu félagi verði tæp 27%. 

Fram til þessa hefur Kaupfélagið haldið á ráðandi hlut í Samkaupum, eða 51,3%. Áætlaður hlutur SKEL í hinu sameinaða félagi verður 47% en fyrir á SKEL 5% hlut í Samkaup í gegnum Eignarhaldsfélagið Bjarma.

Í viljayfirlýsingunni frá því í maí var gert ráð fyrir að hlutur SKEL í sameinuðu félagi yrði 42,7% og hefur hann því hækkað um rúm 4 prósentustig.

Félög í samstæðu SKEL sem viljayfirlýsingin nær til eru Orkan, Löður, Heimkaup og Lyfjaval.

Útistandandi atriði leyst á næstu dögum

Fram kemur að frá undirritun viljayfirlýsingar hafi ráðgjafar samrunaaðila unnið að fjárhagslegri, skattalegri og lögfræðilegri áreiðanleikakönnunum á Samkaupum og samrunafélögunum. Niðurstöður áreiðanleikakannana liggja fyrir og undirritaður hefur verið viðauki við viljayfirlýsinguna vegna breyttra skiptihlutfalla. 

Þá segir að aðilar vinni nú að því að ná saman um útistandandi efnisleg atriði í samrunasamningi. Stefnt sé að því að greiða úr þeim á næstu dögum. SKEL muni greina frekar frá framvindu samningaviðræðna eftir því sem tilefni er til.

Sam­legðaráhrif­in met­in á 1,4-1,7 millj­arða

Í til­kynn­ing­u SKEL frá því í maí, er viljayfirlýsingin var undirrituð, kom fram að aðilar réðu Deloitte ehf. og Fossa fjár­fest­ing­ar­banka hf. til þess að leggja mat á mögu­leg sam­legðaráhrif fyr­ir­hugaðs samruna, sem fé­lög­in gerðu á grund­velli af­hentra gagna í lokuðu gagna­her­bergi (e. cle­an room).

Niðurstaðan reyndist sú að sam­legðaráhrif fyr­ir­hugaðs samruna gæti numið á bil­inu 1.400 til 1.700 millj­ón­um króna og myndi raun­ger­ast á öðru ári eft­ir sam­ein­ingu. Virði sam­legðar var áætlað um 10,5 til 14 millj­arðar króna.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in er háð fyr­ir­vör­um tengdum frek­ari samn­inga- og skjala­gerð, samþykki eft­irlitsaðila og samþykki hlut­hafa­fund­a fé­lag­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK