Kristrún Lilja ráðin til Orkuveitunnar

Kristrún Lilja.
Kristrún Lilja. Ljósmynd/Aðsend

Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðukona stafrænnar stefnumiðaðrar umbreytingar hjá Orkuveitunni.

Kristrún kemur frá Íslandsbanka þar sem hún hefur verið forstöðumaður daglegra bankaviðskipta.

Stafræn stefnumiðuð umbreyting er ný eining innan Orkuveitunnar sem miðar að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins. Einingin mun samþætta stefnu, ferla og tækni með það að markmiði að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku, að því er segir í tilkynningu. 

Kristrún Lilja er tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hefur einnig stundað nám í heilbrigðis- og rafmagnsverkfræði. Hún hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, starfaði hún sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania.

Á ferli sínum hjá Íslandsbanka gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK