Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) sem var haldinn fyrr í sumar.
Anna Margrét Steingrímsdóttir gegnir stöðu framkvæmdastjóra þriðja árið í röð.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Stjórn félagsins skipa fyrir starfsárið 2024-2025:
Talsverð endurnýjun var á stjórn en fimm nýir stjórnarmenn buðu sig fram til stjórnar og hlutu kjör: Telma Eir Aðalsteinsdóttir, Anna Gréta Hafsteinsdóttir, Birgitta Maren Einarsdóttir, Ása María Þórhallsdóttir og Guðmundur Halldór Björnsson.
Jafnframt létu fimm af störfum: Hildur Gunnarsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir, Sara Kristín Rúnarsdóttir, Sigurður Tómasson og Tryggvi Másson.
FVH er fagfélag háskólamenntaðra viðskipta- og hagfræðinga auk áhugafólks um fræðin. Hlutverk FVH er að vekja athygli á málefnum í íslensku viðskipta- og efnahagslífi með reglulegum fræðsluerindum, stuðla að endurmenntun og eflingu tengslanets. Félagið stendur einnig fyrir kjarakönnun sem framkvæmd er annað hvert ár.