Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga

Efri lína: Birgitta Maren Einarsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson, Telma Eir Aðalsteinsdóttir, …
Efri lína: Birgitta Maren Einarsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson, Telma Eir Aðalsteinsdóttir, Ása María Þórhallsdóttir, Guðmundur Halldór Björnsson og Sverrir Falur Björnsson. Miðlína: Anna Margrét Steingrímsdóttir og Anna Gréta Hafsteinsdóttir. Neðri lína: Gísli Már Gíslason, Elka Ósk Hrólfsdóttir og Jóhann Sveinn Friðleifsson. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) sem var haldinn fyrr í sumar.

Anna Margrét Steingrímsdóttir gegnir stöðu framkvæmdastjóra þriðja árið í röð.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Stjórn félagsins skipa fyrir starfsárið 2024-2025:

  • Elka Ósk Hrólfsdóttir, formaður
  • Telma Eir Aðalsteinsdóttir, varaformaður
  • Þórarinn Hjálmarsson, gjaldkeri
  • Anna Gréta Hafsteinsdóttir
  • Ása María Þórhallsdóttir
  • Birgitta Maren Einarsdóttir
  • Gísli Már Gíslason
  • Guðmundur Halldór Björnsson
  • Jóhann Sveinn Friðleifsson
  • Sverrir Falur Björnsson

Talsverð endurnýjun var á stjórn en fimm nýir stjórnarmenn buðu sig fram til stjórnar og hlutu kjör: Telma Eir Aðalsteinsdóttir, Anna Gréta Hafsteinsdóttir, Birgitta Maren Einarsdóttir, Ása María Þórhallsdóttir og Guðmundur Halldór Björnsson.

Jafnframt létu fimm af störfum: Hildur Gunnarsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir, Sara Kristín Rúnarsdóttir, Sigurður Tómasson og Tryggvi Másson.

FVH er fagfélag háskólamenntaðra viðskipta- og hagfræðinga auk áhugafólks um fræðin. Hlutverk FVH er að vekja athygli á málefnum í íslensku viðskipta- og efnahagslífi með reglulegum fræðsluerindum, stuðla að endurmenntun og eflingu tengslanets. Félagið stendur einnig fyrir kjarakönnun sem framkvæmd er annað hvert ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK