FKA-konur fóru heim með rauða sokka

Félag kvenna í atvinnulífinu kynnti með stolti þátttöku Höllu Tómasdóttur, …
Félag kvenna í atvinnulífinu kynnti með stolti þátttöku Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Dr. Eddu Sifjar Pind Aradóttur, framkvæmdastjóra Carbfix, á glæsilegum viðburði. Ljósmynd/Silla Páls

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hélt opnunarviðburð sinn á dögunum hjá Carbfix við Hellisheiðarvirkjun en félagið fagnar 25 ára afmæli á árinu. Félagið segir þann kraft sem býr í íslenskum konum hafa verið alltumlykjandi á viðburðinum en þar sameinuðu meðal annars þær Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, krafta sína.

Á viðburðinum gafst konum einstakt tækifæri til að skoða eitt af holutopphúsum Carbfix, þar sem koldíoxíð er breytt í stein en húsið hefur prýtt forsíðu National Geographic. Konur komu alls staðar að af landinu til að hefja starfsárið saman.

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, ásamt Unni Elvu, Eddu Aradóttur, Höllu …
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, ásamt Unni Elvu, Eddu Aradóttur, Höllu Tómasdóttur forseta og Silju Y Eyþórsdóttur frá Carbfix. Ljósmynd/Silla Páls

Í tilkynningu frá FKA í tengslum við viðburðinn kemur fram að Edda Sif hafi hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra viðurkenninga fyrir leiðandi starf sitt. Hún hafi hlotið hvatningarviðurkenningu FKA 2022 auk þess sem Time-tímaritið hafi valið hana eina af áhrifamestu manneskjum í heiminum á sviði loftslagsmála.

Þá hafi þær Edda og Halla forseti báðar verið á lista Reuters yfir 20 brautryðjandi konur á sviði loftslagsmála á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, Unnur Elva Arnardóttir, …
Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Ljósmynd/Silla Páls

Ísland ætti að vera land lausna

Fram kemur að á viðburðinum hafi konur eflt tengslin og hlýtt á pallborðsumræður Höllu og Eddu Sifjar, þar sem farið var um víðan völl en jafnrétti, hugrekki og loftslagsaðgerðir verið meginstefið, sem og að Ísland ætti að vera land lausna.

„Við stöndum á öxlum fjölmargra kvenna og annarra sem hafa rutt brautir og bætt heiminn, hvort sem það hefur verið í hænuskrefum eða stórum stökkum. Halla Tómasdóttir og Edda Sif eru sannarlega í þeim hópi. Til að minna konur á að það er ekkert gefið í þessum málum voru allar sendar heim með rauða sokka frá Icewear, með vísun í Rauðsokkur sem hafa heldur betur haft áhrif á líf okkar og skrifað konur inn í söguna. Barátta Rauðsokkanna hefur gert heiminn betri, þær ruddu brautina fyrir komandi kynlóðir - fyrir okkur,“ segir að lokum í tilkynningunni.

Halla og Edda Sif voru á topplista Reuters „List of …
Halla og Edda Sif voru á topplista Reuters „List of 20 Trailblazing Women in Climate“ á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Ljósmynd/Silla Páls
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, fagnar 25 ára afmæli sínu …
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Ljósmynd/Silla Páls
Steinunn Inga Stefánsdóttir hjá Starfsleikni í holutopphúsi Carbfix.
Steinunn Inga Stefánsdóttir hjá Starfsleikni í holutopphúsi Carbfix. Ljósmynd/Silla Páls
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, kynnti með stolti Höllu og Eddu.
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, kynnti með stolti Höllu og Eddu. Ljósmynd/Silla Páls




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK