Jóhann Már ráðinn til Wolt

Jóhann hóf störf hjá Wolt þann 2. september síðastliðinn.
Jóhann hóf störf hjá Wolt þann 2. september síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptastýringar hjá heimsendingarþjónustunni Wolt á Íslandi.

Jóhann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BS-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði áður sem fjármálastjóri hjá Lava Cheese og var einnig hluthafi í félaginu. Þar á undan gengdi hann starfi framkvæmdastjóra knattspyrnufélagsins Vals. Jónann er jafnframt þáttastjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football.

Sem forstöðumaður viðskiptastýringar mun Jóhann leiða sölu- og lykilviðskiptateymi sem vinnur náið með veitingastöðum og verslunum um allt land. Wolt hóf starfsemi sína í Reykjavík í byrjun maí 2023 og hefur síðan bætt við sig starfsemi í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri. Félagið útilokar ekki frekari stækkun, að kemur fram í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK