60.000 heimili eiga erfitt með að ná endum saman

Alvarleg vanskil einstaklinga hafa aukist um 20%.
Alvarleg vanskil einstaklinga hafa aukist um 20%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjöldi þeirra heimila sem þurfa að reiða sig á sparifé til að ná endum saman hefur fjölgað um 100 prósent frá árinu 2021. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents. 

Könnunin var til umfjöllunar í hlaðvarpsþættinum Bakherbergið, sem er í umsjá Þórhalls Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, og Andrésar Jónssonar almannatengils. 

Í könnuninni kemur fram að árið 2021 hafi 3% íslenskra heimila þurft að nota sparifé til að ná endum saman en mælist 6% árið 2024. 20% svarenda náðu endum saman með naumindum árið 2021 en eru 27% árið 2024.

27% svarenda náðu endum saman með naumindum árið 2024 miðað við 20% árið 2021.

Sex prósent safna skuldum en voru 3% árið 2021. 

20.000 fleiri heimili

Heimili á Íslandi eru um 156 þúsund. Miðað við niðurstöður könnunarinnar eru um 60.000 heimili sem ná endum saman með naumindum, nota sparifé eða safna skuldum. Þetta eru um 20.000 fleiri heimili en árið 2021. 

Morgunblaðið hefur fjallað um erfiða stöðu heimilanna í vikunni en alvarleg vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aukist verulega það sem af er ári á kröfum öðrum en fasteignalánum. 

Samkvæmt gögnum frá kröfuþjónustunni Motus jukust alvarleg vanskil einstaklinga um 20.1% og um 6.5% hjá fyrirtækjum miðað við sömu mánuði og í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK