Base parking siglt í 59 milljóna strand

Ómar Þröstur Hjaltason var eigandi Base parking.
Ómar Þröstur Hjaltason var eigandi Base parking. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gjaldþrot bílastæðafyrirtækisins Base parking ehf., sem rak sam­nefnda þjón­ustu fyr­ir farþega sem fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl, nemur samtals 58,9 milljónum króna.

Frá þessu er greint í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Nafni félagsins var breytt úr Base parking ehf. Í Siglt í strand ehf. rétt fyrir gjaldþrotið.

Base Parking geymdi bíla viðskiptavina á bílastæði á Ásbrú.
Base Parking geymdi bíla viðskiptavina á bílastæði á Ásbrú. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt auglýsingu skiptastjóra fengust engar greiðslur upp í lýstar kröfur og var skiptum því lokið, en lýstar kröfur voru sem fyrr segir 58,9 milljónir.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí, en vikurnar fyrir það höfðu fjölmiðlar birt ýmsar frásagnir viðskiptavina sem lýstu slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu. Áður hafði formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis sagt við Vísi að áhyggjur hefðu verið uppi um starfsemi Base parking í nokkur ár og grunur um að brotið væri á réttindum starfsmanna.  

Fyr­ir­tækið bauð meðal ann­ars upp á þá þjón­ustu að sækja bif­reiðar viðskipta­vina sem voru á leið er­lend­is og geyma þær á bíla­stæði fyr­ir­tæk­is­ins á Ásbrú. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK