Fleira fólk komið í vanskil

Umboðsmaður skuldara segir beiðnum um aðstoð hafa fjölgað á þessu …
Umboðsmaður skuldara segir beiðnum um aðstoð hafa fjölgað á þessu ári vegna vanskila einstaklinga. Ljósmynd/Colourbox

„Það eru ekki endilega vanskil á fasteignalánum en við erum að sjá aukin vanskil á öðrum kröfum, sem er í takt við það sem Motus er að segja. Það kemur mér því ekki á óvart að
Motus sé farið að sjá aukningu í vanskilum, því að þeir eru með þessi ógreiddu lán og þar erum við að sjá aukinn vanda hjá fólki.“

Þetta segir Sara Jasonardóttir, verkefnastjóri fræðslu- og kynningarmála hjá umboðsmanni skuldara, í samtali við Morgunblaðið innt eftir viðbrögðum við tölum Motus um að alvarleg vanskil hjá einstaklingum hafi aukist á þessu ári um 20,1%, eins og fram kom í ViðskiptaMogganum á miðvikudaginn.

Hún segir aðspurð að stofnunin byggi vanskilatölur á þeim umsóknum sem einstaklingar hafi sent inn á árinu.

Vanskilahlutfall ekki hærra síðan 2017

„Við sjáum ekki heildartölur yfir stöðuna á landinu, bara hjá því fólki sem leitar eftir aðstoð. Það sem kemur í ljós er að á þessu ári er fjölgun í hópi einstaklinga sem leita til okkar sem eiga fasteign og við höfum ekki séð svona hátt vanskilahlutafall síðan árið 2017,“ segir Sara.

Að hennar mati gætu umræddar vanskilatölur gefið vísbendingar um að eitthvað sé byrjað að krauma í samfélaginu. „Umsækjendur eru í flestum tilfellum ekki endilega í vanskilum með fasteignalánin sín, eins og tölurnar frá Seðlabankanum gefa til kynna. Hins vegar er framboð á öðrum lánamöguleikum eins og neyslulánum og annað. Það er mikið um að fólk standi í skilum með fasteignalánin sín en sé að skuldsetja sig á annan máta,“ segir Sara að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka