Örugg framkoma skilar árangri

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi og fyrirlesari.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi og fyrirlesari.

Það er mikilvægt að huga vel að því hvernig við komum fram og hvernig við komum efni frá okkur. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi og fyrirlesari í samtali við ViðskiptaMoggann.

Orðstýr okkar og þeirra sem við komum fram fyrir getur verið undir og góð framkoma getur haft heilmikil áhrif á það hvernig fólk upplifir okkur og meðtekur það sem við höfum að segja," segir hann og bætir við að það sé ekki allt sjálfgefið í þessum efnum og heilmikið hægt að læra.

Til að koma efni skýrt frá sér er til dæmis mjög mikilvægt að huga að því hver markhópurinn er. Við þurfum að laga okkar framsögu, framsetningu og skrif að þeim sem efnið er ætlað. Örugg framkoma, rökfesta og góð tenging við áhugasvið og hagsmuni markhópsins geta skilað mjög góðum árangri," segir hann. 

Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka og Björn Berg Gunnarsson, fyrirlesari og fjármálaráðgjafi halda framkomunámskeið fimmtudaginn 19. september í húsnæði Sölku við Hverfisgötu. Þau koma til með að deila fjölbreyttri reynslu sinni af framkomu í fjölmiðlum, skrifum, kynningum og fleiru.

Góðar viðtökur

Björn Berg segir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar.

Það er töluverður fjöldi skráður, sem er afar ánægjulegt," segir hann og bætir við að áhersla verði lögð á hagnýtar upplýsingar sem þátttakendur geta tileinkað sér og nýtt við hin ýmsu tilefni. Það getur verið óþægilegt að koma fram og þá er mikilvægt að hafa undirbúið sig vel, geta lagað sig að ólíkum aðstæðum og að sjálfstraustið sé í lagi.

Meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er munurinn á glærukynningu og ræðu, greinaskrifum og færslu á samfélagsmiðla, þátttöku í umræðum og fundarstjórnun og sjónvarps- og útvarpsviðtölum, svo eitthvað sé nefnt.

Oft geta einfaldar reglur og góður undirbúningur bætt framkomu til muna," segir Björn Berg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK