Allt útlit er fyrir að seðlabanki Bandaríkjanna muni tilkynna um stýrivaxtalækkun í dag, en það yrði þá fyrsta lækkunin frá árinu 2020.
Það er þó óljóst hversu mikil lækkunin muni verða, en ákvörðunin hefur áhrif á stöðu viðskiptabanka og annarra lánastofnana sem og rekstur fyrirtækja.
Seðlabanki Bandaríkjanna sendi frá sér yfirlýsingu um að annar dagur fundarhalda hjá peninastefnunefnd bankans hafi hafist kl. 9 að staðartíma í Washington í Bandaríkjunum (kl. 13 að íslenskum tíma). Ákvörðunin verði síðan tilkynnt síðar í dag og í kjölfarið haldinn blaðamannafundur með Jerome Powell, seðlabankastjóra Bandaríkjanna.
Hátt settir embættismenn innan seðlabankans hafa gefið til tilkynna að Powell hafi á undanförnum vikum talað í þá veru að komið sé að vaxtalækkun, þar sem dregið hafi úr verðbólgu sem nálgist nú verðbólgumarkmiðið, sem er tvö prósent. Þá mælist enn kólnun á vinnumarkaði.
Sérfræðingar og álitsgjafar eru ekki sammála um hvað bankinn muni lækka vexti mikið, en það hefur ekki verið hærra í 23 ár, þar sem stýrivextirnir hafa verið á milli 5,25 til 5,5%.