Hjalti nýr framkvæmdastjóri Datera

Hjalti Már Einarsson er nýr framkvæmdastjóri Datera
Hjalti Már Einarsson er nýr framkvæmdastjóri Datera Ljósmynd/Datera

Hjalti Már Einarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Datera. Hann tekur við keflinu af Hreiðari Þór Jónssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 2020.

Datera sérhæfir sig í ráðgjöf í gagnadrifinni markaðssetningu og birtingum, en Hjalti hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2021 sem viðskiptaþróunarstjóri. Hjá fyrirtækinu starfa þrettán manns.

Hreiðar situr áfram í stjórn Datera auk þess sem hann sinnir sértækum verkefnum á sviði ráðgjafar og birtinga.

Hjalti Már Einarsson hefur starfað sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera frá 2021. Áður var hann forstöðumaður markaðssviðs Nordic Visitor frá 2009-2021. Hjalti er með MS-gráðu í upp­lýs­inga­tækni og ra­f­ræn­um viðskipt­um frá IT Uni­versitet í Kaup­manna­höfn og Bachel­or-gráðu í stjórn­un og fram­leiðslu miðla frá Den Gra­fiske Höjskole í Kaup­manna­höfn. Hann hef­ur setið í stjórn Sam­taka vefiðnaðar­ins, í fag­hópi vef­stjórn­enda hjá SKÝ og í stjórn körfuknatt­leiks­deild­ar KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK