Tæplega 1.700 milljóna gjaldþrot heildsala

Ingvar var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014. Samtals nam gjaldþrotið um …
Ingvar var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014. Samtals nam gjaldþrotið um 1.700 milljónum. mbl.is/Árni Sæberg

Samtals 388,6 milljónir fengust greiddar upp í 2,07 milljarða króna lýstar kröfur í þrotabú Ingvars Jónadab Karlssonar, sem áður var kenndur við heildsöluna Karl K. Karlsson og var meðal annars stjórnarformaður hennar. Því fengust 18,74% upp í lýstar kröfur.

Ingvar var úrskurðaður gjaldþrota í febrúar 2014, en skiptum þess lauk í júlí á þessu ári og var það því 10 ár í skiptameðferð.

Auk þess að reka fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið Karl K. Karls­son hf. var Ingvar stór­tæk­ur í fjár­fest­ing­um fyr­ir hrun, ekki síst í fast­eigna- og jarðakaup­um. Hann var úr­sk­urðaður gjaldþrota að kröfu Lands­bank­ans árið 2014.

Skiptastjóri búsins fór í riftunarmál gagnvart Ingvari eftir gjaldþrotið og krafðist þess að fá rift ráðstöfun hans á eignum til sambýliskonu sinnar með kaupmála sem gerður var í janúar 2009.
Héraðsdómur rifti þeirri ráðstöfun, en þar var meðal annars um að ræða 78% hlut í fjölskyldufyrirtækinu, 12% hlut í verðbréfafyrirtækinu Virðingu, eignir í London og í Reykjavík og hesthús í Víðidal.

Ingvar var meðal annars einn eigenda að félaginu Lífsval ehf., en það var eitt stærsta jarðeignafélag landsins og átti 45 jarðir þegar mest lét. Þar á meðal þrjú kúa­bú með mjólk­ur­kvóta upp á 1,2 millj­ón­ir lítra og tvö sauðfjár­bú.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK