Hagnaður Ölgerðarinnar lækkar um 20% frá fyrra ári

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir markaðsaðstæður krefjandi.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir markaðsaðstæður krefjandi. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta á fyrstu 6 mánuðum fjárhagstímabilsins var 1.4 milljarðar króna samanborið við 2.2 milljarða króna á fyrra ári. Fjárhagstímabilið sem um ræðir er 1. mars - 31. ágúst.

Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða, það er að segja hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf. lækkaði um 20% frá fyrra ári. 

Haft er eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar í tilkynningu til kauphallar að ytri aðstæður hafi verið krefjandi fyrir fyrirtækin og Ölgerðin hafi líkt og önnur fyrirtæki fundið fyrir þeim.

Hann sagði á uppgjörsfundi félagsins að hækkanir á hrávörumörkuðum erlendis muni að öllum líkindum koma til með að hafa áhrif á reksturinn á komandi misserum.

Úr ársreikningi Ölgerðarinnar.
Úr ársreikningi Ölgerðarinnar.

Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,6% á fyrri helmingi fjárhagsársins miðað við sama tímabili 2023 og framlegð hækkaði um 1,1%.

EBITDA nam 2.711 millj. kr. á fyrri helmingi fjárhagsársins, samanborið við 3.090 millj. kr. sem jafngildir 12,3% lækkun milli ára.

Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 7.543 millj. kr. í lok Q2 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023.

Á öðrum ársfjórðungi tímabilsins hagnaðist Ölgerðin um 930 milljónir króna eftir skatta en hagnaðurinn lækkar um 22% frá fyrra ári.

Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar á fjórðungnum var 0,4% minni á öðrum ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð lækkaði um 3,6%. EBITDA nam 1.656 millj. kr. samanborið við 1.933 millj. kr. á Q2 2023, sem jafngildir 14,3% lækkun milli ára.

Lækka afkomuspána 

Í tilkynningu í tengslum við uppgjörið kemur fram að veltan það sem af er þriðja ársfjórðungi 2024 sé 1% hærri en á sama tímabili í fyrra.

Greint er frá því að Danól hafi skrifað undir samning nýlega við Luxe deild Lóreal um dreifingu á nokkrum snyrtivörumerkjum félagsins hér á landi. Danól mun taka við þeim vörumerkjum  frá og með 1. janúar 2025.  Áætluð ársvelta er á bilinu 500-700 millj. kr. 

Iceland Spring hefur nýverið gert samning við 7-Eleven í Bandaríkjunum um þrjár tegundir af vatni í dósum.  Áætluð ársvelta er um 500 millj. kr.  Sala hefst í byrjun næsta árs. 

Áður útgefin afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 gerði ráð fyrir EBITDA á bilinu 5,1 – 5,5 ma. kr. og gera stjórnendur Ölgerðarinnar nú ráð fyrir að EBITDA fjárhagsársins 1. mars 2024 – 28. febrúar 2025 lækki í 4,9 – 5,3 ma. kr. Helstu forsendur í uppfærðri spá eru fyrirsjáanleg minni umsvif seinni hluta fjárhagsársins.

Úr fjárfestakynningu Ölgerðarinnar.
Úr fjárfestakynningu Ölgerðarinnar.

Minni neysla ferðamanna hafi áhrif

Haft er eftir forstjóra Ölgerðarinnar í tilkynningu að minni neysla erlendra ferðamanna og það aðhald sem heimilin eru farin að sýna vegna efnahagsástandsins koma fram í þessu uppgjöri, en sterk staða vörumerkja fyrirtækisins kemur ennfremur í ljós.

Þó hægt hafi á vexti sem einkennt hefur rekstur síðustu ára hvikar Ölgerðin hvergi í vöruþróun og útflutningi,” er haft eftir Andra í tilkynningu.

Ætla í útrás á Þýskalands-markað

Hann nefnir auk þess að góðar viðtökur Collab í Danmörku hafi verið ánægjulegar og það sé spennandi verkefni að takast á við Þýskalands-markað í kjölfarið.

„Þá verður rekstur Iceland Spring sífellt öflugri og spennandi verður að sjá íslenskt vatn í dósum í verslunum 7-Eleven á næsta ári. Snyrtivörudeild Danól verður enn öflugri en áður með nýjum samningi um dreifingu á mörgum af þekktustu snyrtivörumerkjum í heimi. Dótturfélag Ölgerðarinnar hefur fest sér 2.300 fm vöru- og skrifstofuhúsnæði að Köllunarklettsvegi og byggingaréttur er fyrir aðra eins byggingu. Þetta mun efla enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar og leiða til frekari hagræðingar í rekstri. Við horfum því bjartsýn fram á veg,” er haft eftir Andra í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK