Gervigreind hefur ekki gáfur

Hans Petter Espelid segir að viðkvæm gögn eigi ekki erindi …
Hans Petter Espelid segir að viðkvæm gögn eigi ekki erindi í skýið. Morgunblaðið/Karitas

Hans Petter Espelid, vörustjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu HP inc. í Noregi, lagði áherslu á það á hádegisverðarfundi Opinna kerfa á Edition-hótelinu á dögunum að gervigreind hefði ekki gáfur. Hún byggi heldur ekki yfir húmor eða kaldhæðni. „Hún gerir bara það sem hún er forrituð til að gera,“ sagði Espelid í erindi sínu.

Hann fór yfir vöxt gervigreindar sem hefur verið stöðugur síðustu misseri en sagði að á einhverjum tímapunkti, þegar við verðum ekki eins upptekin af því að fylgjast með henni, förum við að vanmeta vöxtinn. Á hinn bóginn mætti okkur ekki yfirsjást hvað gervigreind getur gert til lengri tíma. Ef gervigreindin virkar ekki um leið megi samt ekki missa trú á að hún geti aðstoðað. „Það eru tvær hliðar á gervigreind – notkun hennar og sköpun með henni,“ útskýrði Espelid.

Pressa á hagnýtingu

Varðandi almenna umræðu um gervigreindina segir Espelid að mikil pressa sé á fyrirtækjum að hagnýta sér þessa tækni og því fylgi kostnaður. „Sumir segja reyndar að það kosti meira að notfæra sér hana ekki.“

Öryggisáhætta fylgir einnig gervigreindinni að sögn sérfræðingsins. „En það er sama sagan þar, sumir segja að það sé meiri áhætta að nota gervigreindina ekki, þannig að þér er svolítið stillt upp við vegg.“

Espelid er bjartsýnn á hagnýtingu gervigreindarinnar og telur að tæknin geti í framtíðinni takmarkað átök og deilur í heiminum. „Eftir því sem fólk skilur hvað annað betur og hvernig það hagar sér, þá getur menningarmunur minnkað og skilningur aukist,“ segir Espelid að lokum.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta lesið greina í heild sinni í blaði dags­ins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka