Tomasz verður nýr forstjóri PCC BakkiSilicon

Tomaz Jan Horyn tekur við sem forstjóri kísilvers PCC á …
Tomaz Jan Horyn tekur við sem forstjóri kísilvers PCC á Bakka við Húsavík, eftir áramót. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

PCC BakkiSilicon hf., sem rekur kísilver á Bakka við Húsavík, tilkynnti í dag nýjan stjórnendahóp.

Fram kemur í tilkynningu PCC að núverandi rekstrarstjóri félagsins, Tomasz Jan Horyn, muni taka við sem forstjóri um áramótin. Hann hafi mikla þekkingu á starfsemi PCC BakkiSilicon hf. og iðnaðinum í heild sinni.  

Andri Dan Traustason verður aðstoðarforstjóri og núverandi forstjóri Gestur Pétursson, mun gegna starfinu til áramóta til þess tryggja forstjóraskiptin gangi snurðulaust fyrir sig hjá félaginu. Gestur mun í kjölfarið taka við sem forstjóri Umhverfis- og Orkustofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka