Hildur söðlar um og hættir hjá Emblu Medical

Hildur Einarsdóttir er framkvæmdastjóri þróunar hjá Emblu, móðurfélagi Össurar. Hún …
Hildur Einarsdóttir er framkvæmdastjóri þróunar hjá Emblu, móðurfélagi Össurar. Hún mun láta af störfum hjá félaginu snemma á næsta ári. Ljósmynd/Aðsend

Hildur Einarsdóttir mun snemma á næsta ári hætta hjá Emblu Medical, móðurfélagi Össurar, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

Hildur hefur verið hjá Össuri frá því árið 2009, en um mitt ár 2022 var hún ráðin sem nýr framkvæmdastjóri þróunarsviðsins eftir að Dr. Kristleifur Kristjánsson lét af störfum vegna aldurs.

Í tilkynningu Emblu Medical kemur fram að Hildur ætli að leita tækifæra utan fyrirtækisins. Leit að nýjum framkvæmdastjóra er þegar hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK