Mölunarverksmiðja fer ekki saman við matvælaframleiðslu

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water Morgunblaðið/Eggert

First Water, sem vinnur að uppbyggingu landeldis á laxi í Þorlákshöfn, bauð til hluthafafundar sl. miðvikudag þar sem stjórnendur félagsins kynntu stöðuna á verkefninu. Í dag tilkynnti félagið að það hafi gert samkomulag við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun (um 12,6 milljarðar ISK).

Á hluthafafundinum kom fram að byggingaframkvæmdir í Þorlákshöfn gangi samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verkefnisins klárist í lok næsta árs en þá verður framleiðslugetan um 8.300 tonn á ári. Þegar framkvæmdum lýkur árið 2029 verður heildar framleiðslugetan 50 þúsund tonn á ári og fjöldi starfsfólks áætlaður rúmlega 300 og að afleidd störf í sveitarfélaginu Ölfusi geti orðið vel á um 400 störf.

Fram kom í máli Helga Þórs Logasonar, fjármálastjóra First Water, að félagið væri í samstarfi við fjárfestingabankann Lazard í London þar sem markmiðið er að sækja allt að 200 milljónir evra í hlutafé eða sem nemur um 30 milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að klára hlutafjáraukninguna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Fram kom að núverandi kjölfestufjárfestar félagsins væru einhuga um að styðja þétt við áframhaldandi uppbyggingu þess.

Aðspurðir um fyrirhugaða uppbyggingu Heidelberg í næsta nágrenni við landeldissfyrirtækin í Þorlákshöfn og þá íbúakosningu sem framundan er kom fram að stjórnendur First Water telji að starfsemi stórvirkrar mölunarverksmiðju fari engan veginn saman við umhverfisvæna matvælaframleiðslu líkt og landeldið er.

Hafin væri íbúakosning um mölunarverksmiðjuna og að stjórnendur First Water treysti því að íbúar taki rétta ákvörðun. Félagið hafi fundið fyrir miklum stuðningi og velvilja meðal íbúa í bæjarfélaginu og hlakki til að vinna með bæjarbúum að uppbyggingu á nútímalegri og umhverfivænni matvælaframleiðslu.

Tölvuteikning/First Water
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK