Tækifæri í innviðafjárfestingum

Innviðir Dagfin Norum segir mikil tækifæri felast í innviðafjárfestingum.
Innviðir Dagfin Norum segir mikil tækifæri felast í innviðafjárfestingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Dagfin Norum, fjárfestingastjóri hjá norska eignastýringarfyrirtækinu Storebrand, segir fyrirséð að vægi sérhæfðra fjárfestinga haldi almennt áfram að aukast hjá stofnanafjárfestum í takt við þróun síðustu ára. Áhersla á umhverfisþætti (UFS) í regluverki í Evrópu og Bandaríkjunum kalli á stór innviðaverkefni og skapi þar með tækifæri í innviðafjárfestingum.

„Storebrand er leiðandi á markaði í Noregi þegar kemur að starfstengdum lífeyri (e. occupational pension). Það felur í sér þá umboðsskyldu að veita norskum lífeyrisþegum besta mögulega lífeyrinn og það er okkar markmið. Til þess að ná því teljum við nauðsynlegt að taka umhverfisþætti og sjálfbærni með í reikninginn. Í innviðafjárfestingum eru tækifærin sem felast í umhverfisþættinum mjög áþreifanleg, og því höfum við t.d. fjárfest í rafvæðingu breska lestakerfisins, vindmyllum, sólarorkuverum og svo framvegis,“ segir Norum.

Fjárfestar kvarta gjarnan yfir því að töluverður kostnaður fylgi grænni fjárfestingu en ábatinn hafi látið á sér standa, hvers vegna sérð þú hag í grænum fjárfestingum?

„Ég tel að þessi umræða sé töluvert bundin við það að menn horfa mislangt fram í tímann. Ég get ekki sagt í dag að ávöxtunin verði betri á næsta ári vegna þess að við fjárfestum í einhverju grænu. Ég er þó sannfærður um að ef við horfum lengra fram í tímann muni það skila bættri áhættuveginni ávöxtun vegna áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum og vegna þess að regluverkið er að þróast í þá átt að ef þú gerir það ekki þá verður þú útsettur fyrir viðskiptaáhættu.“

Norum nefnir dæmi um að hann hafi nýlega heyrt samstarfsmann sinn ræða við greinanda tengt fjárfestingu í fyrirtæki að starfsemi þess hefði verið útsett fyrir stormunum sem geisað hafa í Bandaríkjunum. „Ég spurði hann hvort hann væri með þessu í raun farinn að taka loftslagsáhættu með í reikninginn, sem hann jánkaði. Við erum í reynd að reka tryggingastarfsemi og við sjáum raunkostnaðinn vegna vatnstjóns, tjóns á landareignum, vegna vinds og svo framvegis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK