Bandarísk hlutabréf enn á flugi

Jólaskrautið er komið upp í kauphöllinni í New York.
Jólaskrautið er komið upp í kauphöllinni í New York. AFP/Timothy A. Clary

Bæði S&P 500-vísitalan og Nasdaq-vísitalan slógu met við lokun markaða á föstudag og hafa aldrei verið hærri. Meðal þess sem hafði jákvæð áhrif á hlutabréfaverð vestanhafs undir vikulok voru sterkar rekstrar­tölur frá íþróttafataframleiðandanum Lululemon og þá varð ágætis kippur í fjölda nýrra starfa í bandaríska hagkerfinu sem greinendur telja að auki líkurnar á að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti í mánuðinum.

Dow Jones-vísitalan veiktist hins vegar lítillega undir lok vikunnar og munaði þar m.a. um lækkað hlutabréfaverð tryggingafélagsins UnitedHealth en líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um var forstjóri félagsins skotinn á götu úti í New York á miðvikudag.

Dow Jones-vísitalan mælist núna 44.642,52 stig og lækkaði um 0,63% í síðustu viku en hefur hækkað um rúmlega 18% það sem af er þessu ári. S&P 500 stendur í 6.090,27 og styrktist um 0,83% í síðustu viku en hefur hækkað um meira en 28% frá áramótum.

Vikuhækkun Nasdaq-vísitölunnar nam 3,14% og er vísitalan núna í 19.859,77 stigum. Hefur Nasdaq hækkað um 34,5% frá ársbyrjun. ai@mbl.is

 Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 9. desember

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK