Ari og Ágúst til liðs við Reiti fasteignafélag

Ágúst og Ari hafa gengið til liðs við fasteignafélagið Reitir.
Ágúst og Ari hafa gengið til liðs við fasteignafélagið Reitir. Samsett mynd

Reitir fasteignafélag hefur ráðið tvo sérfræðinga til starfa, þá Ágúst Hilmarsson sem sérfræðing í greiningum á fjárfestingareignum og Ara Þorleifsson sem verkefnastjóra framkvæmda.  

Fram kemur í tilkynningu Reita að ráðningarnar sé liður í vegferð félagsins í að efla fjárfestingu í atvinnuhúsnæði og uppbyggingu eignasafnsins. 

Ari bætist við framkvæmdasvið Reita, þar sem hann mun stýra stærri framkvæmdaverkefnum. Hann er með B.Sc. gráðu í byggingafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistararéttindi í húsasmíði og byggingastjóraréttindi.  

Ari er með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og hönnun innan byggingageirans, meðal annars frá störfum sínum hjá Arkís og Basalt arkitektum þar sem hann kom að verkefnum eins og Nýja Landspítalanum, Baðstöðvum Bláa Lónsins og Fjallahóteli Kerlingafjalla. 

Ágúst kemur frá ráðgjafarsviði KPMG þar sem hann sérhæfði sig í verðmötum, aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja og arðsemisgreiningum á fjárfestingatækifærum.

Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hlotið víðtæka reynslu á sviði fjármála- og arðsemisgreininga. Sem sérfræðingur í greiningum á fjárfestingareignum sinnir Ágúst lykilhlutverki innan fjárfestingasviðs Reita, sem meðal annars felur í sér greiningu á virðisforsendum fjárfestingareigna, gerð virðismats og þátttöku í samningaviðræðum um kaup og sölu fjárfestingareigna. 

„Við erum afar stolt af því að fá Ágúst og Ara til liðs við okkur. Báðir búa þeir yfir reynslu og sérþekkingu sem mun nýtast Reitum á þeirri vegferð sem fram undan er,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags í tilkynningunni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK