EBITDA Festi hækkar um 13,6% milli ára

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi. Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður Festi á síðasta ári nam 4.018 milljónum króna og heildarafkoman 6.422 milljónum króna en endurmat fært beint á eigið fé vegna fasteigna félagsins í árslok 2024 nam 2.437 milljónum króna.

Hagnaður fjórðungsins nam 632 milljónum króna og lækkar um 35,2% milli ára en hækkar um 41,7% án áhrifa stjórnvaldssektar á afkomu fjórðungsins.

EBITDA ársins 2024 nam 12.511 milljónum króna en hefði verið 13.940 milljónir króna með rekstur Lyfju inni allt árið og án áhrifa stjórnvaldssektar. EBITDA-spá félagsins fyrir árið 2025 nemur 14.400 – 14.800 milljónir króna.

Laun og starfsmannakostnaður nam 5.202 milljónum króna og eykst um 31,6% milli ára en 7,6% án áhrifa Lyfju. Einskiptiskostnaður vegna stjórnvaldssektar að fjárhæð 750 milljónum króna hækkar rekstrarkostnað og lækkar EBITDA í fjórðungnum, sjá skýringu 32 í ársreikningi félagsins.

Eigið fé nam 43.493 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 37,9% í lok árs 2024 samanborið við 37,3% árið áður.

Vörusala nam 41.946 milljónum króna sem er aukning um 19,0% milli ára en 6,1% án áhrifa Lyfju sem kom inn í samstæðuna frá júlí 2024.

Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 10.267 milljónir króna sem er aukning um 26,6% á milli ára en 8,5% án áhrifa Lyfju. Framlegðarstig nam 24,5% og hækkar um 1,5 p.p. frá 4F 2023 en stendur í stað frá síðasta ársfjórðungi.

Rekstur félagsins gekk vel á fjórða ársfjórðungi og fór fram úr væntingum. Ánægjulegt var að fjöldi heimsókna og selt magn jókst í flestum verslunum milli ára ásamt því að góð aukning náðist í seldum eldsneytislítrum. Horfandi fram á veginn er ljóst að félagið okkar er að stækka og eflast.  Áhersla verður áfram á að bæta tekjuvöxt, halda aftur af kostnaði og skerpa á skilvirkni til að auka framlegð og lækka einingakostnað. Fjölmörg tækifæri skapast með innkomu Lyfju í samstæðuna sem unnið verður að á árinu samhliða gríðarmörgum öðrum spennandi verkefnum sem gaman verður að segja frá þegar líður á árið. Við erum stolt af þeim árangri sem náðist á síðasta ári og þökkum það fyrst og fremst tryggum viðskiptavinum og einstöku starfsfólki okkar um land allt,“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi, í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK