Arðsemi eiginfjár Arion var 13,2% á síðasta ári

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður Arion banka var 26,1 milljarður króna á árinu 2024, samanborið við 25,7 milljarða króna á árinu 2023. Arðsemi eiginfjár var 13,2%, samanborið við 13,6% á árinu 2023. 

Hreinar þóknanatekjur námu 15,4 mö.kr. á árinu og drógust saman um 6,3% frá fyrra ári.

Vörður skilaði 3,7 ma.kr. hagnaði á árinu sem er besti árangur Varðar frá upphafi.

Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), aukast um 4,6% samanborið við 2023.

Rekstrarkostnaður hækkar um 10,2% samanborið við 2023.

Greiða 16 milljarða króna í arð

Stjórn bankans leggur til arðgreiðslu sem nemur 11,5 krónum á hlut eða sem jafngildir um 16 milljörðum króna, að teknu tilliti til eigin bréfa bankans.

Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion í tilkynningu að afkoman á árinu hafi verið í takt við markmið bankans og skilaði 13,2% arðsemi eiginfjár.

Tekjur af kjarnastarfsemi bankans voru í takt við væntingar en sú staðreynd að hluta- og skuldabréfamarkaðir tóku við sér á síðari hluta ársins hafði jákvæð áhrif á fjármunatekjur. Sem fyrr er Arion banki fjárhagslega sterkur og eru eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 vel umfram þær kröfur sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir og ákvæði í lögum. Lausafjárstaða bankans er einnig mjög sterk og vel yfir lögbundnum lágmörkum,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK