Viðskiptavinir Landsbankans hafa hvorki aðgang að forriti bankans né heimbanka vegna bilunar í kerfum bankans.
Þetta staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbankanum, í samtali við mbl.is.
Bilunin gerði vart við sig um hádegið. Unnið er að viðgerð.
Landsbankinn biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur.