Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan er sjóður sem styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu.
Segir í tilkynningu Haga að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóti styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni ásamt styðja við innlenda framleiðslu.
Þetta er í fjórða sinn sem styrkir eru veittir úr Uppsprettunni, en alls hafa 41 verkefni fengið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021.
Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðin og valdi matsnefnd níu verkefni til styrkveitingar. Afhendingin fór fram á sérstökum viðburði sem haldin var í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga.
Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu.
Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky standa að verkefninu.
PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson.
Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe.
Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Stofnandinn er Friðrik Guðjónsson.
Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri.
Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði.
HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu.
Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo.