Níu frumkvöðlaverkefni hljóta styrki frá Högum

Styrkhafar í Uppsprettunni ásamt starfsfólki Haga og dótturfélaga.
Styrkhafar í Uppsprettunni ásamt starfsfólki Haga og dótturfélaga. Ljósmynd/Aðsend

Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan er sjóður sem styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu.

Segir í tilkynningu Haga að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóti styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni ásamt styðja við innlenda framleiðslu. 

Þetta er í fjórða sinn sem styrkir eru veittir úr Uppsprettunni, en alls hafa 41 verkefni fengið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021.

Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðin og valdi matsnefnd níu verkefni til styrkveitingar. Afhendingin fór fram á sérstökum viðburði sem haldin var í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. 

Styrkhafar Uppsprettunnar árið 2025

Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu. 

Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky standa að verkefninu. 

PUFFFramleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson.

Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe.

Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Stofnandinn er Friðrik Guðjónsson. 

Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. 

Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði.

HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu. 

Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK