Gjaldþrot Kíkí nam 25 milljónum

Rekstrarfélag skemmtistaðarins Kíkí varð gjaldþrota í fyrra. Nýr eigandi tók …
Rekstrarfélag skemmtistaðarins Kíkí varð gjaldþrota í fyrra. Nýr eigandi tók við rekstrinum og er staðurinn nú á efri hæð hússins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gjaldþrot Kiki Queer bar ehf., sem rak skemmtistaðinn Kíkí þar til síðasta sumar, nam samtals 25,6 milljónum. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur.

Auglýsing um skiptalok staðarins hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu.

Skemmtistaðurinn hefur um árabil notið mikilla vinsælda meðal samkynhneigðra á Íslandi. 

Eftir að rekstrarfélagið varð gjaldþrota tók Guðfinnur Sölvi Karlsson við rekstrinum, en hann stofnaði Kíkí upphaflega árið 2013 en seldi barinn svo árið 2014.

Er Kíkí nú rekið undir rekst­ar­fé­lag­inu 22 kaffi ehf., en Guðfinn­ur er einnig eig­andi að skemmti­staðnum og kaffi­hús­inu 22 á Lauga­vegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK