Gjaldþrot Kiki Queer bar ehf., sem rak skemmtistaðinn Kíkí þar til síðasta sumar, nam samtals 25,6 milljónum. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur.
Auglýsing um skiptalok staðarins hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu.
Skemmtistaðurinn hefur um árabil notið mikilla vinsælda meðal samkynhneigðra á Íslandi.
Eftir að rekstrarfélagið varð gjaldþrota tók Guðfinnur Sölvi Karlsson við rekstrinum, en hann stofnaði Kíkí upphaflega árið 2013 en seldi barinn svo árið 2014.
Er Kíkí nú rekið undir rekstarfélaginu 22 kaffi ehf., en Guðfinnur er einnig eigandi að skemmtistaðnum og kaffihúsinu 22 á Laugavegi.