Kaupir Framtakssjóðinn út úr Líflandi

Frá vinstri, Steinar Helgason og Hermann M. Þórisson frá framtakssjóðinum …
Frá vinstri, Steinar Helgason og Hermann M. Þórisson frá framtakssjóðinum Horni III og hjónin María Steinunn Þorbjörnsdóttir stjórnarmaður og Þórir Haraldsson eigandi Líflands. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt tilkynningu hefur Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, skrifað undir kaupsamning um sölu á 50% hlut í Líflandi.

Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands.

Í tilkynningu er haft eftir Þóri:

„Ég hef mikla trú á framtíð Líflands og þeim grunni  sem félagið byggir á. Markmið með kaupunum er að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið unnið innan fyrirtækisins. Jafnframt að tryggja að  Lífland haldi áfram að vaxa og dafna og verði áfram eitt af leiðandi fyrirtækjum í landbúnaði og matvælatengdri framleiðslu á Íslandi.

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni M. Þórissyni og Steinari Helgasyni, starfsmönnum Horns III, fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK