Reyna að koma bílum til BNA áður en tollar hækka

Lokahöndin lögð bíl í verksmiðju Porsche. Framleiðendur eru í kapphlaupi …
Lokahöndin lögð bíl í verksmiðju Porsche. Framleiðendur eru í kapphlaupi við tímann. AFP/Silas Stein

Skipaflutningafélög segja flutning á bílum frá Evrópu- og Asíumarkaði til Bandaríkjanna hafa aukist mjög. Erfiðlega gengur að anna eftirspurn enda bílaflutningaskip ekki á hverju strái en FT greinir frá að um þessar mundir berist nokkrum þúsundum fleiri bílar en venjulega til bandarískra hafna.

Eins og fjölmiðlar hafa greint frá er útlit fyrir að 2. apríl næstkomandi muni Bandaríkin hækka skarplega tolla á helstu viðskiptaþjóðir sínar og liggur framleiðendum á að fá sem flestar bifreiðar tollafgreiddar áður en hækkunin tekur gildi.

Fjöldi bifreiða sem sendar voru frá Evrópu til Bandaríkjanna í febrúar jókst um 22% frá sama tímabili í fyrra. Bílum frá Suður-Kóreu fjölgaði um 15% og frá Japan um 14%. ai@mbl.is

Fréttin birtist upphaflega í Morgunblaðinu mánudaginn 24. mars. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK