Viðburðaríkt ár er að baki hjá stóru atvinnuhúsnæðisfélögunum, Eik, Heimum og Reitum.
Samanlagt eiginfjárhlutfall félaganna stóð nánast í stað milli ára í 32%. Samanlagt veðsetningarhlutfall félaganna lækkaði um tæplega 1% milli ára og stóð í rúmlega 61% í lok árs.
Kemur þetta fram í riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki sem gefið var út í dag.
Þar kemur jafnframt fram að samanlögð veltu- og sjóðstreymishlutföll félaganna hafi verið um 134% eftir að hafa verið undir 100% árin 2021-2023.
Seðlabankinn bendir á að styttri óverðtryggðar skuldabréfaútgáfur hafi verið endurfjármagnaðar með verðtryggðum útgáfum til lengri tíma sem leiðir til þess að endurfjármögnunarþörf félaganna er takmörkuð á næstu árum.