Engir varðhundar séreignarsparnaðar

Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs var gestur í Dagmálum.
Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs var gestur í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, er gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is. Þar er meðal annars rætt um niðursveiflur á mörkuðum vegna tollaáforma Trumps, fjárfestingarstefnur lífeyrissjóða og málefni ÍL-sjóðs.

Spurður hvernig þær hugmyndir horfi við honum að almenningi verði gert heimilt að ráðstafa séreignarsparnaði sínum í sjóði hjá sjóðastýringarfyrirtækjum í stað lífeyrissjóða segir Ólafur að honum lítist vel á þær.

„Ég held að það sé til bóta, að þeir sem vilja fara með séreignina þangað sem þeim hugnast best eigi að gera það og geta gert það. Við erum engir varðhundar séreignarsparnaðar, að hann haldist hjá okkur. Bara frábært ef fólk fylgir eigin brjóstviti og fer með séreignina þangað sem það telur best að geyma hana,“ segir Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK