Gjaldþrota Kambar til sölu

Skiptastjóri Kamba, sem nýlega var úrskurðað gjaldþrota, óskar eftir áhugasömum …
Skiptastjóri Kamba, sem nýlega var úrskurðað gjaldþrota, óskar eftir áhugasömum aðilum til að gera tilboð í rekstur og eignir félagsins.

Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins Kamba byggingarvara ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota 2. apríl síðastliðinn, óskar eftir tilboðum í allar eignir búsins og rekstur sem það hafði með höndum.

Eigandi Kamba var athafnamaðurinn Karl Wernersson, iðulega kenndur við Milestone.

Áhugasamir aðilar geta gert óskuldbindandi tilboð í allar eignir og rekstur þrotabúsins fyrir klukkan 16 hinn 24. apríl næstkomandi. Skiptastjóri hefur ráðið ARMA Advisory til að veita ráðgjöf við sölu á eignum og rekstri félagsins.

Einn stærsti framleiðandi landsins

Morgunblaðið greindi frá í byrjun apríl að félagið stefndi í gjaldþrot og það hefði sagt upp ölllum 70 starfsmönnum, sem jafnframt fengu engin laun greidd um mánaðamótin.

Kambar varð til við sameiningu fjögurra rótgróinna íslenskra framleiðslufyrirtækja árið 2022; Gluggaverksmiðjunnar Samverks á Hellu, Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri, Gluggaverksmiðju Selfoss og Sveinatungu. Í tilkynningu sem send var út sagði að eftir sameiningu væri áætluð velta um 2,5 milljarðar króna.

Félagið var einn stærsti framleiðandi landsins á gluggum, hurðum, gleri og svalahandriðum. Félagið starfrækti gluggaverksmiðju á Hellu, gluggaframleiðslu í Þorlákshöfn, álframleiðslu í Hafnarfirði og var með skrifstofur og lager í Kópavogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK