Horfur í heimshagkerfinu versnað

Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri IMF.
Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri IMF. AFP/Brendan Smialowsk

Horfur í heimshagkerfinu hafa versnað frá ársbyrjun, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þar kemur fram að þrátt fyrir að hafa séð merki um bata eftir langt tímabil áfalla hafi óvissa aukist á ný vegna versnandi alþjóðasamskipta og breyttra áherslna í stefnu stjórnvalda víða um heim.

AGS spáir nú 2,8% hagvexti á heimsvísu árið 2025 og 3,0% árið 2026. Þetta er töluverð lækkun frá janúarspá sjóðsins, þar sem gert var ráð fyrir 3,3% hagvexti bæði á þessu ári og því næsta.

Landsbankinn bendir á þetta í Hagsjá sem hann birti í gær.

Hagvaxtarhorfur í Bandaríkjunum eru sérstaklega slakar. Nú er spáð 1,8% hagvexti á árinu 2025, samanborið við 2,7% í fyrri spá. Samdrátturinn endurspeglar óvissu um stefnu stjórnvalda, aukna spennu í viðskiptum og minni eftirspurn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK