Horfur í heimshagkerfinu hafa versnað frá ársbyrjun, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þar kemur fram að þrátt fyrir að hafa séð merki um bata eftir langt tímabil áfalla hafi óvissa aukist á ný vegna versnandi alþjóðasamskipta og breyttra áherslna í stefnu stjórnvalda víða um heim.
AGS spáir nú 2,8% hagvexti á heimsvísu árið 2025 og 3,0% árið 2026. Þetta er töluverð lækkun frá janúarspá sjóðsins, þar sem gert var ráð fyrir 3,3% hagvexti bæði á þessu ári og því næsta.
Landsbankinn bendir á þetta í Hagsjá sem hann birti í gær.
Hagvaxtarhorfur í Bandaríkjunum eru sérstaklega slakar. Nú er spáð 1,8% hagvexti á árinu 2025, samanborið við 2,7% í fyrri spá. Samdrátturinn endurspeglar óvissu um stefnu stjórnvalda, aukna spennu í viðskiptum og minni eftirspurn.
AGS varar jafnframt við að aukin spenna í viðskiptum og óstöðugleiki í stjórnvöldum geti leitt til enn lakari efnahagsþróunar en núverandi spár gera ráð fyrir.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.